Matsáætlun fyrir Brekknaheiði og Sauðanesháls

wpd hefur lagt fram matsáætlun til kynningar hjá Skipulagsstofnun. Áætlunin var unnin af Eflu ehf. og tekur til virkjunarhugmynda á Brekknaheiði og Sauðaneshálsi. Matsáætlunin var birt á Skipulagsgátt þann 5. janúar 2026.

Virkjunarhugmyndirnar eru staðsettar á Norðausturlandi, í Langanesbyggð. Heildarafl virkjunarhugmyndanna er áætlað 532,8 MW og nær framkvæmdasvæðið yfir um 36,7 km². Gert er ráð fyrir uppsetningu 74 vindtúrbína, sem verða reistar í áföngum. Framkvæmdatími, ásamt undirbúningsvinnu, er áætlaður um 5–7 ár.

Matsáætlunina í heild sinni má nálgast hér