Fyrirhuguð staðsetning vindorkurvers er í Skáldabúðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Vindorkuver að Skáldabúðum hefur verið til athugunar frá sumrinu 2019 og fyrsta kynning haldin fyrir Sveitarstjórn sama ár.
Vindmælingar wpd hafa verið í gangi síðan í október 2022.
wpd tekur við sem þróunaraðili verkefnisins sumarið 2024
Svæðið er talið henta vel fyrir vindorku út frá fyrstu athugunum en álykta má um að fjöldi vindmylla verði 15 – 22 með heildarhæð á bilinu 130-200 m, uppsett afl um 3,2-5 MW og yrði þá heildarstærð vindorkuversins um 70 – 85 MW. Vert er að athuga að frekari rannsóknir og þróun gætu orðið til þess að breyting verði á uppröðun og að aðrar vindmyllur yrðu fyrir valinu.
Virkjunarkosturinn hefur verið nefndur Hrútmúlavirkjun og var sendur inn til verkefnastjórnar Rammaáætlunar 2020. Ath. Kennistærðir í rammaáætlun sýna alltaf alger hámörk virkjanakosta
OKThis website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. If you stay on this website without changing the cookie settings of your browser, you will agree to the use of cookies. For further information, please refer to our Privacy Policy.