wpd á Íslandi
Þróun endurnýjanlegrar orku, verkþekking, tækninýjungar, samþætting við landsvæði og staðbundin samfélög: Þetta eru lykilþættirnir sem að hafa gert wpd að virtu fyrirtæki í Þýskalandi sem og öðrum löndum þegar kemur að endurnýjanlegri orku, einkum vindorku.
Sumarið 2022 var fyrirtækið wpd Ísland ehf. stofnað í Reykjavík með það meginmarkmið að þróa, reisa og reka vindorkuver á Íslandi. wpd Ísland ehf. byggir á 30 ára reynslu wpd Group í þróun vindorkuvera á landi um allan heim og mun nýta þá reynslu til að vinna að vindorkuverkefnum í samvinnu við sveitarfélög og íslenska samstarfsaðila.
Með því að taka tæknilega, fjárhagslega og verkstýringar færni wpd og innleiða þá þætti inn í þróun íslenskra verkefna wpd, mun wpd Ísland ehf. standa sem tilvalin samstarfsaðili við þróun vindorkuverkefna á Íslandi og þróast í takt við þær breytingar sem að munu eiga sér stað í íslenska orkugeiranum.
Sólarorka er mikilvægt framlag til velgengni orkuskiptanna. Og á þessum vaxandi markaði starfar wpd um allan heim og eykur reynslu sína.