wpd á Íslandi

Þróun endurnýjanlegrar orku, verkþekking, tækninýjungar, samþætting við landsvæði og staðbundin samfélög: Þetta eru lykilþættirnir sem að hafa gert wpd að virtu fyrirtæki í Þýskalandi sem og öðrum löndum þegar kemur að endurnýjanlegri orku, einkum vindorku.

Sumarið 2022 var fyrirtækið wpd Ísland ehf. stofnað í Reykjavík með það meginmarkmið að þróa, reisa og reka vindorkuver á Íslandi. wpd Ísland ehf. byggir á 30 ára reynslu wpd Group í þróun vindorkuvera á landi um allan heim og mun nýta þá reynslu til að vinna að vindorkuverkefnum í samvinnu við sveitarfélög og íslenska samstarfsaðila.

Með því að taka tæknilega, fjárhagslega og verkstýringar færni wpd og innleiða þá þætti inn í þróun íslenskra verkefna wpd, mun wpd Ísland ehf. standa sem tilvalin samstarfsaðili við þróun vindorkuverkefna á Íslandi og þróast í takt við þær breytingar sem að munu eiga sér stað í íslenska orkugeiranum.

Við notum vindorkuna til að bjóða upp á endurnýjanlega raforku um allt Ísland.

Með því að forgangsraða samstarfi við sveitarfélög, t.d. með áherslu á þróun iðnaðar og tillits til menningar og hefða innan sveitarfélagsins, stuðlum við að bættum lífskjörum í framtíðinni.

wpd er traustur samstarfsaðili fyrir þróun, fjármögnun, uppbyggingu og stjórnun vindorkuvera. wpd var stofnað í Bremen árið 1996 sem meðalstórt fyrirtæki og starfar nú í 31 löndum með yfir 4.000 starfsmenn og gegnir leiðandi hlutverki í að auka hlut endurnýjanlegrar orku sem og í loftslagsvernd. Í Þýskalandi hefur wpd náð leiðandi stöðu í þróun og uppbyggingu vindorkuvera á landi. Í mörg ár hefur wpd verið með fyrsta flokks A lánshæfismatseinkunn frá aðildarfélagi Allianz Group, Euler Hermes. Þetta ytra lánshæfismat undirstrikar hæfni wpd sem byggir á stöðugleika og reynslu.

Hönnun vindorkuvera er flókið ferli. wpd tekur þátt í hverju stigi hvar sem er í lífsferli  verkefnisins til að tryggja árangursríka framkvæmd og tryggja arðsemi.

Sólarorka er mikilvægt framlag til velgengni orkuskiptanna. Og á þessum vaxandi markaði starfar wpd um allan heim og eykur reynslu sína.

6.670 MW
af uppsettu afli
4.000
starfsmenn
19.320 MW
í framleiðsluferli
2.750
Vindtúrbínur uppsettar
31
Lönd
5.015 MW
Sólarorku